Grettir Net

CV

Þórarinn Grettir Einarsson
Heimili: Skipholt Reykjavík
Sími: átta tveir núll níu þrír sjö fimm
Netfang: nafnið mitt at grettir.net
Hjúskaparstaða: Giftur og á fjögur börn

Starfsferill og helstu verkefni

2012-2024: Grettir Net, sjálfstætt starfandi
2000-2012: Kögun/Skýrr/Advania

Hóf störf hjá Kögun vorið 2000 og starfaði hjá fyrirtækinu í gegnum sameiningar og nafnabreytingar síðan, bæði við verkefnastjórn og sem verktaki fyrir viðskiptavini fyrirtækisins, til dæmis Icelandair, Eimskip, Samskip og Íslandsbanka.

Í starfi hef ég sérhæft mig í samþættingu gagna á milli mismunandi kerfa, ásamt verkefnastjórn og ýmsum tilfallandi verkefnum.
Stærstu verkefni til þessa eru:

Landspítali– Beiðna- og svarakerfi fyrir blóðrannsóknir og kemíu. Tengingar við röntgen kerfi LSH. Samþætting rannsóknarkerfa. Viðhald og nýsmíði í Heilsugátt LSH.
Icelandair – Tenging við Amadeus bókunarkerfi, sjálfvirk útgáfa flugbókana og útgáfa rafrænna reikninga. Tenging við vildarklúbbakerfi Icelandair, innlestur á gögnum frá ytri aðilum. Tenging við greiðslumiðlun af vef.
TPos – Tenging við greiðslumiðlunarkerfi Handpoint.
Eimskip – Uppfærsla á tollaskeytum til US Customs.
Samskip – Rafrænir reikningar til birtingar á vef.
Íslandsbanki – Erlend greiðslumiðlun (IBAS), SWIFT, tengingar við Reiknistofu og vefþjónustulag ofan á innri kerfi.
SOA – Arkitektúr og hönnun þjónustumiðaðrar högunar.
Span – Rafræn dreifing reikninga.

Tók einnig þátt í að tengja saman SAP og Navision hjá SICK í Þýskalandi.

Hef tvisvar haldið fyrirlestur á haustráðstefnu Skýrr:
Haustið 2010 – Leiðin að samþættingu
Haustið 2011 – Skilvirkara vefþjónustulag

Hef að auki haldið innanhúss námskeið og kennt á samþættingartólin (Integration Suite) frá webMethods.

Menntun

2003: Háskólinn í Reykjavík
BS gráða í Tölvunarfræði. Lokaverkefnið var útfærsla á rafrænni skeytamiðstöð.

2000: Háskólinn í Reykjavík
Kerfisfræði

1995: Fjölbrautaskóli Suðurlands
Stúdentspróf af náttúrufræðibraut

Þekking

Helstu þróunartól, staðlar og forritunarmál:
.NET/C#, Javascript, MS-SQL, Oracle, MySQL,  webMethods, CentraSite, Java, MQ Series, PHP
BPM, BPEL, SOA Governance
Wordpress, Joomla!
Hef unnið töluvert eftir Agile hugmyndafræðinni.
Rek minn eigin vefþjón og póstþjón.

Tungumál:
Íslenska og enska
Lærði dönsku og þýsku í framhaldsskóla en hef lítið notað síðan

Námskeið:
Hef sótt ýmis endurmenntunar námskeið, þar á meðal verkstjórnarnámskeið sem haldið var fyrir verkefnastjóra samþættingarteymis Kögunar og Agile námskeið haustið 2010 á vegum Skýrr.

Í frístundum hef ég tekið að mér að gera vefi fyrir fyrirtæki og nota til þess PHP/Apache og MySQL.

Er með 3. dan í Taekwondo og kenni það hjá Taekwondo deild Ármanns.

Félagsstörf

2014-2024: Stjórnarmaður í Taekwondodeild Ármanns
2011-2012: Gjaldkeri foreldrafélags Háteigsskóla
2009-2010: Formaður starfsmannafélags Kögunar
2006-2007: Sat í stjórn starfsmannafélags Kögunar
1999-2000: Sat í stjórn nemendafélags Háskólans í Reykjavík

Áhugamál

Taekwondo, tölvur og tækni, tónlist og kvikmyndir, hjólreiðar og ferðalög.