Grettir Net er eins manns fyrirtæki sem sérhæfir sig í ýmis konar hugbúnaðarverkefnum fyrir stóra og smáa viðskiptavini. Maðurinn á bakvið Grettir Net er Grettir Einarsson, tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað við hugbúnaðargerð frá árinu 2000, lengst af hjá Kögun hf. en undanfarin ár sjálfstætt.
Grettir er sérfræðingur í webMethods, hefur ágæta reynslu af C# og .Net, mikla reynslu af Java og gagnagrunnum og er nokkuð fær í html/css og JQuery. Grettir er líka fljótur að læra á nýja hluti og finnst gaman að brjóta heilann í nýjum aðstæðum.
Grettir er félagslyndur og þægilegur í umgengni, drekkur kaffi og hefur gaman að því að takast á við fjölbreytt verkefni.
Ef þú hefur verkefni sem þú heldur að Grettir geti leyst, ekki hika við að hafa samband. Grettir hefur alltaf gaman að því að heyra í góðu fólki.
Grettir Net sf.
Kt: 570214-0200
Netfangið er nafnið mitt at grettir.net